tisa: Fallegir hlutir

þriðjudagur, mars 10, 2009

Fallegir hlutir

Þjáningar mínar eru loks á enda.
Þökk sé pillum.
Ég stend í þakkarskuld við herra Alexander Fleming fyrir að hafa fattað upp á pensilíni.
Takk Flemmi.

Streptókokkar er ógeðslega sársaukfullt fyrirbæri.
Það heitir líka ógeðslegu nafni.


Þegar ég drekk þá fer drykkurinn út um nefið mitt.
Það er asnalegt og óþægilegt og kenni ég veika hálsinum um.
Trópí með aldinkjöti var verst að fá út um nefið mitt.
Það að ég var í vinnunni á meðan það gerðist bætti ekki úr skák.

En að fallegri hlutum.

Stjörnuhrap.
Súkkulaði.
Silfur kjóllinn minn.
Hvolpar.
Túlípanar.
Dúnsængur.
Gullfoss.
James Franco.
Stóllinn sem ég sá í IKEA.
Norðurljós.
Jarðaber.
Heimilið mitt.
Múmínálfar.




Ætla að  fara að tala við sjálfa mig.
Barack Obama er umræðuefnið.
Kúl gæji.










tisa at 00:30

0 comments